forlag með sál

Nýr eigandi Sölku

Útgáfuhúsið Verðandi hefur yfirtekið rekstur Bókaútgáfunnar Sölku. Bókaútgáfan Salka var stofnuð árið 2000 og hefur gefið út tugi titla á ári undanfarin ár. Heilsubækur, hannyrðabækur, lífstílsbækur, matreiðslubækur og ferðabækur skipa stóran sess í útgáfu Sölku en jafnframt koma reglulega út skáldverk og barnabækur. Nýr eigandi kemur til með að halda áfram á sömu vegferð og er ráðgert að fjórar nýjar bækur komi út fyrir jólin frá Sölku

 

Um hjartað liggur leið, framlengjum tilboðið út október

http://www.salka.is/media/myndir/sjalfsraekt/kapur/large/Um_hjartad_liggur_leid.jpg


Andleg uppbygging fyrir veturinn!

Um hjartað liggur leið – leiðsögn um fyrirheit og hættur andlegs lífs kom út fyrir nokkrum árum en hefur lengi verið ófáanleg. Nú er hún loks komin aftur vegna mikillar eftirspurnar. Í bókinni er að finna skýra og skilmerkilega leiðsögn um hugleiðslu og andlega uppbyggingu í anda jógafræða. Jack Kornfield tvinnar saman ævagömul sannindi og nútíma lífshætti á einkar aðgengilegan og áhrifamikinn hátt.


Lesa meira.

 

Sykurlaus september framlengdur

Einn_plus_einn_NET

Guðrún G. Bergmann hefur skrifað fjölda bóka um sjálfsrækt og heilsurækt og einnig þýtt bækur um sömu málefni.

Í bókinni Candida sveppasýking sem hún skrifaði ásamt Hallgrími Magnússyni lækni
er fjallað um fæðusamsetningu og hve mikið við getum bætt líðan okkar ef við forðumst
sykur, borðum hollari mat og lifum heilbrigðu lífi. Candida sveppasýking er á tilboðsverði
hjá Sölku í september og október.

Candida sveppasýking er á tilboðsverði hjá Sölku í september og október.


Lesa meira.

 

Heilsa

Hreint mataræði

Hér sameinast vestrænar og austrænar kenningar um mataræði sem kemur jafnvægi á heilbrigða líkamsstarfsemi. Meira
3.499 kr.

Matur og lífsstíll

Stóra alifuglabókin

Úlfar Finnbjörnsson

Í þessari glæsilegu bók fer meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson sannarlega á flug töfrar fram sælkerauppskriftir að öllum þeim tegundum alifugla sem ræktaðar eru hér á landi. Hér er kjúklingur, kalkúnn, önd, gæs, dúfa og silkihæna í hversdags- og sparibúningi, ásamt gómsætu meðlæti, kryddpæklum og fyllingum. Meira
3.500 kr.

Ferða- og fræðibækur

Bylting – og hvað svo?

Bylting – og hvað svo? er nýstárleg bók um afdrifarík umskipti í íslenskri sögu. Bókin hverfist um stjórnarskiptin 1. febrúar 2009; fram koma margvíslegar nýjar upplýsingar um aðdraganda þeirra og greint er frá örlagaríkum atbuðurðum sem fylgdu í kjölfarið. Meira
3.490 kr.

Erlendar skáldsögur

Einn plús einn

Óvænt ástarsaga sem kemur skemmtilega á óvart. Einn plús einn er hrífandi og ómótstæðileg ástarsaga um tvær ráðvilltar sálir sem hittast við óvenjulegar aðstæður. Meira
3.499 kr.

Erlendar skáldsögur

Líf eða dauði

Á sóðalegum stöðum í Afríku blæðir ótal ungum stúlkum út vegna ólöglegra fóstureyðinga – mörgum eftir nauðgun. Þrjár konur í Svíþjóð hafa tekið til sinna ráða og vinna ötult hjálparstarf, bæði heima og í Afríku. E Meira
3.190 kr.
 

Ferða- og fræðibækur

Mannorðsmorðingjar?

Faglegar og persónulegar pælingar um stöðu fjölmiðlunar á Íslandi.

Hvert er gjald gagnrýninnar blaðamennsku? „Ef fjölmiðlar þegja yfir því sem miður fer, þora ekki annað – meðal annars vegna þess að þeir vilja ekki lenda upp á kant við umhverfi sitt – hvaða áhrif hefur þá slík þöggun til langframa fyrir samfélag, af hvaða stærð sem er?“ Meira
3.490 kr.

Matur og lífsstíll

Nenni ekki að elda

Hér er að finna einfaldar, fljótlegar en frumlegar og girnilegar uppskriftir fyrir þá sem nenna ekki að elda eða hafa lítinn tíma til að standa í stórræðum í eldhúsinu. Meira
4.290 kr.

Unglingar

Nikký og baráttan um bergmálstréð

Bækurnar um Nikký eftir Brynju Sif Skúladóttur eru bæði spennandi og viðburðaríkar. Meira
3.290 kr.

Erlendar skáldsögur

Norn er fædd

Illur seiður

Íslensk fjölskylda flyst til Manitoba í Kanada í lok 19. aldar. Á leið yfir slétturnar miklu villist ung kona frá eiginmanni sínum með nýfætt stúlkubarn. Þegar brjóstamjólkin er þorrin og þær að dauða komnar bjargar móðirin lífi barnsins með því að gefa því blóð sitt að drekka. Stúlkan Elísa kemst af en er eftir þetta brennimerkt sem norn. Meira
2.490 kr.

2-6 ára

Paddington – bíósaga

Paddington er kominn aftur! Þessi ljúfi og kurteisi bjarnarhúnn er að leita sér að heimili í stórborginni London ... en það gengur ekki áfallalaust. Meira
2.490 kr.
 

Handavinna

Tvöfalt prjón

Flott báðum megin

Glæsileg bók fyrir alla prjónara og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessari tækni er hægt að nota flíkina báðum megin – tvær flíkur í einni! Meira
3.490 kr.

Ýmislegt

Vakandi veröld

Í bókinni VAKANDI VERÖLD er búið að safna helstu ráðum um hvernig við getum farið betur með jörðina – og okkur sjálf í leiðinni. Meira
4.490 kr.

Vinsælar bækur

 

AukaflokkarÞetta vefsvæði byggir á Eplica