forlag með sál

Handan minninga – verið velkomin á fyrirlestur og útgáfufagnað

NET_Handan_minninga


Handan minninga – hversvegna heilabilun breytir öllu eftir Sally Magnusson kom út
hjá Sölku í dag. 

Sally var með fyrirlestur um bókina og efni tengt henni – í hátíðarsal Háskóla Íslands.
Einnig mun hún fagna útgáfu bókarinnar í Eymundsson, Austurstræti þriðjudaginn
30. september kl. 17.00
. Allir eru velkomnir.

Lesa meira.

 

Bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda

Metsala_agust
Bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir ágúst var birtur í nú nýverið, en á honum er bækur seldar í ágúst 2014. Salka á ellefu bækur á listanum, þar af eru tvær í fyrsta sæti í sínum flokki, Þóra heklbók í flokki handavinnubóka og Stúlkan frá Púertó Ríkó í flokki ævisagna.


Lesa meira

 

Saman gegn matarsóun

Vakandiverold_flyer


Saman gegn matarsóun
er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðsluog neyslu. Samnefnd hátíð var í Hörpu þann 6. september.

Í tengslum við átakið býður Salka tilboð í forsölu á væntanlegri bók, Vakandi veröld, eftir Margréti Marteinsdóttur og Rakel Garðarsdóttur, en þær hafa tekið saman helstu ráð um hvernig við getum farið betur með jörðina – og okkur sjálf í leiðinni.

Lesa meira.

 

Ferða- og fræðibækur

25 gönguleiðir um Borgarfjörð og Dali

Reynir Ingibjartsson

Hér er lýst 25 gönguleiðum í Borgarfirði, á Mýrum og í Dölum. Þráðurinn liggur frá Hvanneyri við Borgar­fjörð og að Ólafsdal við Gilsfjörð. Um er að ræða hringleiðir sem margar tengjast þekktum sögustöð­um. Haldið er niður til stranda á Mýrum, kringum Klofning í Dölum og upp til heiða og dala. Fjölbreytnin er því mikil og náttúruperlur leynast víða.

Meira
3.490 kr.

Heilsa

Fyrst ég gat hætt getur þú það líka

Valgeir Skagfjörð

Valgeir hjálpar reykingafólki að taka þá stóru ákvörðun að drepa í fyrir fullt og allt. Fyrst ég gat hætt getur þú það líka er persónuleg og áhrifafarík bók fyrir alla þá sem vilja hætta að reykja og eru orðnir langþreyttir á skyndilausnum. Meira
2.390 kr.

Matur og lífsstíll

Fæðubyltingin

Öðlist betri heilsu með alvöru mat

Ráðleggingar um heilnæmt mataræði hafa lengi einkennst af efasemdum um hollustu fitu í matvælum. Margir hafa því sneitt hjá henni en hafa hvorki orðið heilbrigðari né grennri. Hér mælir höfundurinn sérstaklega með ákveðnu mataræði sem hefur loksins aftur fengið uppreisn æru eftir að hafa dvalið í skugga fituhræðslunnar. Meira
2.990 kr.

Matur og lífsstíll

Grænt, grænt og meira grænt

Bókin Grænt, grænt og meira grænt eftir Katrine van Wyk er stútfull af uppskriftum af grænum þeytingum og söfum ásamt ráðleggingum og fróðleiksmolum. Ljúffengir og auðveldir drykkir sem dekra við líkamann Meira
3.990 kr.

Ýmislegt

Handan minninga

hvers vegna heilabilun breytir öllu

Áhugaverð úttekt á heilabilun, sjúkdómi sem herjar á milljónir manna um heim allan. Bersögul og áleitin, skrifuð af ást, virðingu og söknuði en leiftrandi húmorinn er aldrei langt undan þrátt fyrir erfiðar kringumstæður. Meira
2.999 kr.
 

7-10 ára

Leitin að geislasteininum

Iðunn Steinsdóttir

Ný og grípandi saga fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Þrír tólf ára krakkar komast aftur í hann krappan fjarri heimaslóðum. Á vegi þeirra verða skuggalegir ferðalangar og dularfullur drengur en spennan tekur völdin þegar fréttist að dýrmætur geislasteinn hefur horfið. Meira
1.990 kr.

Sjálfsrækt

Lífsreglurnar fjórar

Don Miguel Ruiz

„Ef þessi bók breytir ekki lífi þínu, mun hún svo sannarlega bæta það og hjálpa þér að losna við gremju, eigingirni og önnur mein." - Páll Óskar, tónlistarmaður
Bók sem farið hefur sigurför um heiminn. Lífsspeki Tolteka-indjána er aldagömul en höfðar enn til fólks því hún byggir á klassískum gildum. Holl lesning fyrir þá sem vilja bæta sig og lífsgæði sín.


Íslensk þýðing: Birgitta Jónsdóttir

Meira
1.990 kr.

Handavinna

María – heklbók

25 glænýjar og spennandi hekl-uppskriftir eftir Tinnu Þórudóttir Þorvaldar Meira
4.290 kr.

Ferðir og landið

Memories from Iceland

MY TRAVEL JOURNAL

Minningabók fyrir erlenda ferðamenn þar sem hægt er að safna saman á einn stað myndum, frásögnum, athugasemdum og persónulegri upplifun. Þannig varðveitist ferðalagið í stað þess að verða gleymskunni að bráð. Meira
3.290 kr.

Erlendar skáldsögur

Síðasta orðsending elskhugans

1960. Þegar Jennifer vaknar á sjúkrahúsi man hún ekki hver hún er. Hún þekkir hvorki eiginmann sinn né vini og man heldur ekki eftir bílslysinu sem hún lenti í. 2003. Ellie er blaðakona hjá bresku fréttablaði og er ástfangin af þekktum rithöfundi. Hún finnur bréfi í skjalasafni fréttablaðsins og ákveður að nota það sem efnivið í blaðagrein. Meira
2.990 kr.
 

Erlendar skáldsögur

Stúlkan frá Puerto Riko

Hún heitir Esmeralda og er frá Púertó Ríkó. Hún býr í kofa í litlu þorpi ásamt foreldrum og sjö systkinum og kynnist ung harðri lífsbaráttu. Hún lærir að lifa af, hvort sem það er fátækt, fellibyljir eða heiftúðug rifrildi foreldranna. Meira
2.790 kr.

Matur og lífsstíll

Vakandi veröld – forsölutilboð

Í bókinni VAKANDI VERÖLD er búið að safna helstu ráðum um hvernig við getum farið betur með jörðina – og okkur sjálf í leiðinni. Meira
3.999 kr.

Vinsælar bækur

 

AukaflokkarÞetta vefsvæði byggir á Eplica