forlag með sál

Eldum sjálf

Eldum sjálf er matreiðslubók fyrir börn með uppskriftum sem þau geta spreytt sig á sjálf. Einfaldleikinn var hafður að leiðarljósi við val á uppskriftum í bókina svo allir í fjölskyldunni geti átt ánægjulega stund í eldhúsinu. Meira
3.490 kr.

Fjallkonan

Ríkey var tíu ára þegar hún missti föður sinn í snjóflóði en hann var foringi bændanna í dalnum í baráttu þeirra gegn virkjun sem átti að reisa. Fimmtíu árum seinna á Ríkey fyrst afturkvæmt á æskustöðvarnar til þess að fylgja móður sinni til hinstu hvílu við hlið föðurins í kirkjugarði sveitarinnar. Meira
5.841 kr.

Hann kallar á mig

Bersögul samtímasaga sem gerist í Reykjavík. Fjallar um fíkn, ofbeldi, vináttu og svik. Begga berst við fíknina. Hefur hún val? Hera tekst á við verkefni daglegs lífs. Gefst hún upp? Þær eru jafngamlar en eiga ýmislegt fleira sameiginlegt. Áhrifamikil og raunveruleg saga sem snertir okkur öll. Meira
5.990 kr.

Hrólfs saga

Fönnin huldi spor margra Íslendinga áður fyrr þegar menn fóru fótgangandi landshorna milli í misjöfnum veðrum. Í bókinni Hrólfs sögu rekur Iðunn Steinsdóttir sögu langafa síns, Hrólfs Hrólfssonar. Hann háði harða lífsbaráttu sem sveitarómagi og síðar vinnumaður í lok 19. aldar. Hrólfur hafði yndi af bókum og þráði að koma undir sig fótunum og búa konu sinni og börnum betra líf. En landlaus maður átti fárra kosta völ. Meira
5.841 kr.

Lárus eignast systkini

Lárus eignast systkini fjallar um hvernig það er að verða stóri bróðir eða stóra systir allt frá því að litla barnið er væntanlegt og eftir að það er komið í heiminn. Bókin er tilvalin fyrir börn sem eru að verða eldri systkini. Meira
3.990 kr.
 

Öll mín bestu ár

Skemmtanalífið á árunum 1966-1979: Dansleikir, útihátíðir, skólaskemmtanir, tískusýningar, uppákomur, barnaskemmtanir, hljómleikar, fegurðar- og hæfileikasamkeppnir og aðrir viðburðir víða um land. Yfir 1.000 ljósmyndir Kristins og ítarleg umfjöllun Stefáns um flytjendur, gesti, staðina og stemminguna. Meira
6.990 kr.

Vinsælar bækur

 

AukaflokkarÞetta vefsvæði byggir á Eplica