forlag með sál

Forsíðu tilkynningar

Hugo_kapaNet

Arnaldur, Yrsa og Hugo. - 4.12.2011

Við hjá Sölku erum afar stolt af höfundum okkar og bókum, sem fá gríðargóðar viðtökur. Reyndar
svo góðar að við þurfum að hafa okkur öll við að anna eftirspurn.
    Í því samhengi má nefna að í vikunni birtist metsölulisti Eymundsson og átti Salka tvær bækur
á heildarlista; hina gríðarlega fallegu bók Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson og
bók Hugos Þórissonar Hollráð Hugos – Hlustum á börnin okkar sem verið hefur á flestum metsölulistum frá útgáfudegi. Hugo Þórisson situr nú í góðu sæti hjá Arnaldi og Yrsu.
   Til hamingju með verðskuldaðan árangur Hugo og Úlfar!

Lesa meira/skoða lista.

Lesa meira
 

Úlfar Finnbjörnsson – einn sá allra flottasti! - 29.11.2011

villibrad_med_stjornum

Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson fékk fullt hús stiga frá Páli Baldvini Baldvinssyni nú nýverið, enda stórglæsilegt verk, stútfullt af fróðleik.

Bókin er vegleg gjöf og nú í aðdraganda jóla vekjum við sérstaka athygli á að í bókinni eru réttir tilvaldir á jólaborðið – hvort sem fólk ætlar hefðbundna eða nýstárlega leið í eldamennskunni.

Hér má sjá Úlfar segja frá bókinni í Íslandi í dag.

Lesa meira
 

Grillum saman í sumar! - 29.7.2011

GRILLADHvað er skemmtilegra en að galdra fram grillveislu með vinum og vandamönnum? Nákvæmlega ekkert!


Nú er leikur einn að galdra fram gómsæta grillveilsu að hætti meistarakokka!
Það er bókstaflega allt grillað; fiskur, kjöt, pítsa, ávextir, grænmeti … nefndu það!

 

Sjónvarpsþættirnir Grillað verða á dagskrá á RÚV í allt sumar
á fimmtudögum kl. 20.00. 

Smelltu hér til að lesa meira...

Lesa meira
 

Sumarleg hollusta - 20.6.2011

MaturSemYngirNýja uppskriftabókin sem allir eru að tala um -
fjölbreytt matreiðsla verður leikur einn.


Auk girnilegra uppskrifta er í bókinni mikill fróðleikur um næringargildi og bætiefni og Þorbjörg gefur ótal góð ráð um hvernig við getum haldið okkur ungum og hraustum.


Smelltu hér til að skoða sýnishorn úr bókinni...

Lesa meira og kaupa bókina...

Lesa meira
 

AukaflokkarÞetta vefsvæði byggir á Eplica