forlag með sál
  • Völundur Snær

Völundur Snær Völundarson

Völundur Snær Völundarson

Íslenskir

Meistarakokkurinn Völundur Snær Völundarson er fæddur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu Völundur lauk námi í Hótel og veitingaskóla Íslands, með prófi árið 1995, en samhliða náminu starfaði hann á veitingahúsi Perlunnar. Ári síðar gerðist Völundur Snær lærlingur við veitingastaðinn "Domaine de Clairefontaine" sem rekinn er af matreiðslumeistaranum Philippe Girardon (Meilleurs Ouvrier de France 1997). Árið 1997 lagði Völundur leið sína til Bandaríkjanna, þar sem hann réðist sem matreiðslumaður við The Colombia Gorge Hotel í Hood River í Oregonfylki. Völundur sneri aftur heim árið 1998 og starfaði um skeið í Mosfellsbakaríi. Þaðan fór hann aftur til Bandaríkjanna og hóf störf við hinn rómaða veitingastað Charlies Trotters í Chicago.Völundur Snær sneri aftur heim til Íslands vorið 1999 og tók til starfa sem næstæðsti matreiðslumaður við Hótel Holt í Reykjavík og vann þá með matreiðslumeistaranum Hákoni Má Örvarssyni.Ferry House veitingastaðurinn, sem Völundur Snær rekur nú um stundir á Grand Bahama býður upp á besta mat sem unnt er að fá á eyjunni og er skráður hjá hinni heimsþekktu Chaine du Rotisseurs. Í vinnu sinni leggur Völundur Snær höfuðáherslu á yfirburða gæði og ekki síður hugmyndaauðgi í því úrvali gómsætra rétta, sem boðið er á matseðlinum. Sífelld sókn Völundar Snæs eftir því besta, sem unnt er að ná, hefur skipað Ferry House veitingastaðnum í röð þeirra veitingastaða sem hvað hæst ber á.


AukaflokkarÞetta vefsvæði byggir á Eplica