Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Mektarkötturinn Matthías

3,490 ISK 999 ISK

Höfundur Kristín Arngrímsdóttir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Það skemmtilegasta sem mektarkötturinn Matthías gerir er að leika sér með vinum sínum; stelpunni Sólrúnu, hrafninum og Arngrími apaskotti. En í dag leika þau sér ekki því Sólrún er niðursokkin í að skrifa uppáhaldsorðin sín. Hún ætlar nefnilega að búa til sögu úr þeim. Mektarkötturinn Matthías fylgist með og hann langar líka að búa til sögu. En hvernig í ósköpunum fer köttur að því – hann sem getur bara mjálmað, hvæst og malað?

Arngrímur apaskott er yngstu kynslóðinni að góðu kunnur en hér er mektarkötturinn Matthías í aðalhlutverki. Þetta er þriðja sagan í bókaflokknum um vinina, eftir verðlaunahöfundinn Kristínu Arngrímsdóttur.

Fyrri bækurnar hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, Arngrímur apaskott og fiðlan hlaut Fjöruverðlaunin og Vorvinda-viðurkenninguna en Arngrímur apaskott og hrafninn var valin á Heiðurslista IBBY, alþjóðlegu barnabókmenntasamtakanna.