Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Mektarkötturinn Matthías

3,490 ISK 999 ISK

Höfundur Kristín Arngrímsdóttir

Það skemmtilegasta sem mektarkötturinn Matthías gerir er að leika sér með vinum sínum; stelpunni Sólrúnu, hrafninum og Arngrími apaskotti. En í dag leika þau sér ekki því Sólrún er niðursokkin í að skrifa uppáhaldsorðin sín. Hún ætlar nefnilega að búa til sögu úr þeim. Mektarkötturinn Matthías fylgist með og hann langar líka að búa til sögu. En hvernig í ósköpunum fer köttur að því – hann sem getur bara mjálmað, hvæst og malað?

Arngrímur apaskott er yngstu kynslóðinni að góðu kunnur en hér er mektarkötturinn Matthías í aðalhlutverki. Þetta er þriðja sagan í bókaflokknum um vinina, eftir verðlaunahöfundinn Kristínu Arngrímsdóttur.

Fyrri bækurnar hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, Arngrímur apaskott og fiðlan hlaut Fjöruverðlaunin og Vorvinda-viðurkenninguna en Arngrímur apaskott og hrafninn var valin á Heiðurslista IBBY, alþjóðlegu barnabókmenntasamtakanna.