Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hvellur

3,990 ISK 1,990 ISK

Höfundur Salka Bókaútgáfa

HVELLUR fjallar um einstakan atburð í sögunni þegar bændur í Mývatnssveit fóru í skjóli nætur og sprengdu upp stíflu við Mývatnsósa þann 25. ágúst 1970 en sá atburður er talinn marka upphaf náttúruverndar á Íslandi. Notað var dínamít til að sprengja stífluna. Málið varð að dómsmáli sem var það fyrsta sem varðaði náttúruvernd á Íslandi. 113 bændur lýstu verkinu á hendur sér og 65 voru ákærðir. Þeir játuðu allir sök en upplýstu aldrei hver það var sem hafði sprengt. Þessi atburður er stundum nefndur „eina íslenska hryðjuverkið“ en bændurnir hafa ekki sagt alla söguna fyrr en nú. Samstaðan brást aldrei. Aðdragandi málsins var sá að Laxárvirkjun hugðist byggja 60 metra stíflu í Laxá sem bændur höfðu mótmælt harðlega en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Eftir sprenginguna var loks sest að samningaborðinu og má segja að bændur hafi unnið fullan sigur. Íslenskt tal, hægt að velja enskan texta.