Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Manhattankúrinn

2,990 ISK 1,990 ISK

Höfundur Eileen Daspin

Konurnar á Manhattan njóta lífsins lystisemda en eru margar mun grennrir en aðrar konur í Bandaríkjunum og víðar. Bókin Manhattankúrinn eftir Eileen Daspin hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Höfundurinn og verðlaunablaðamaðurinn, Eileen Daspin, tók viðtöl við yfir 100 leikkonur, listakonur, framakonur og ofurmömmur (m.a. Sarah Jessica Parker, Tina Gey, Julianne Moore) um það hvernig þær hugsa um mat, útbúa hann, hvernig þær kaupa inn og panta á veitingastöðum. Útkoman er þessi einstaka bók sem býður bæði upp á stórskemmtileg viðtöl við Manhattandömur og 28 daga kúr sem er byggður á reynslu þeirra. Auk þess er hér að finna fullt af girnilegum uppskriftum, meðal annars eftir frægustu kokkana á Manhattan og nytsamleg ráð frá helstu lífstíls- og næringarráðgjöfum á Manhattan.

Valgerður Jónsdóttir þýddi.

Eileen Daspin er verðlaunablaðamaður og ritstjóri. Hún hefur m.a. skrifað fyrir W magazine, People, Wall Street Journal, Conde Nast Portfolio, New York Post, Marta Stewart Living, In Style, Food & Wine og fl. Auk þess hefur hún verið ritstjóri matreiðslubóka og starfar nú sem ritstjóri hjá Thomson Reuters.