Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sofum betur

3,990 ISK 1,990 ISK

Höfundur Karen Williamson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Eruð þið orðin þreytt á því að vera alltaf þreytt? Hefur svefnleysi lengi herjað á ykkur en þið verið grunlaus um hvernig hægt sé að ráða bót á því? Hvort sem þið stríðið við langvarandi andvökur, martraðir, þráláta fótaóeirð eða kæfisvefn, kemur þessi bók ykkur til bjargar. Hér kynnir höfundurinn, Karen Williamson, 52 stórfínar og aðgengilegar aðferðir sem leggja þér lið í baráttunni gegn viðvarandi svefnvanda. Notaðu ráðin í þessari bók, öll fimmtíu og tvö, til að tryggja þér hollan nætursvefn. 

„Það er mikilvægur fundur um miðjan dag og þú getur með engu móti haldið augunum opnum, svefninn sækir á. En um dimmar nætur liggur þú andvaka í rúminu, starir á vekjaraklukkuna – það stirnir á sjálflýsandi tölustafina og þú nærð ekki að þagga niður í þungmeltum hugrenningum. Hverju sem um er að kenna – álagi á vinnustað eða háværum hrotum ástvinar – hafa allir upplifað þá raun að fá ekki nægan svefn.“ „Ég man að ég var svo alvarlega vansvefta þegar börnin mín voru á fyrsta ári að ég mundi tæpast hvað ég hét. Vitaskuld lenti allt í handaskolum, sokkarnir enduðu í ísskápnum og mjólkin í kommóðunni. Næði ég að komast í gegnum daginn án þess að valda öðrum alvarlegum skaða var það mikill persónulegur sigur. Sofum betur mun vísa þér veginn að framtíðarlausn á þeim alvarlega vanda að fá ekki nægan svefn.“

Karen Williamson