Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Fæðubyltingin

3,490 ISK

Höfundur Andreas Eenfeldt

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Sólveig losnaði við 168 kíló. Kennet gat hætt að nota tíu lyf af tólf sem hann hafði þurft að taka daglega. Barn sem þjáðist af alvarlegri flogaveiki hætti að fá köst. Tilfellum sem þessum fjölgar jafnt og þétt. Síðustu áratugi hafa ráðleggingar um heilnæmt mataræði einkennst af efasemdum um hollustu fitu í matvælum. Margir hafa því sneitt hjá henni sem mest þeir mega en hafa hvorki orðið heilbrigðari né grennri. Hér rekur höfundur slóð helstu fæðukenninga sem við höfum fetað í átt til betri heilsu, allt frá upphafi vega. Hann mælir sérstaklega með ákveðnu mataræði sem hefur loksins aftur fengið uppreisn æru eftir að hafa dvalið í skugga fituhræðslunnar um langa hríð. Mataræði breytir nú lífi fólks á umtalsverðan hátt.

ANDREAS EENFELDT heldur úti einu stærsta og vinsælasta heilsubloggi Svíþjóðar, www.kostdoktorn.se, sem fær yfir fimmtíu þúsund heimsóknir á degi hverjum. Í Fæðubyltingunni hefur hann tekið saman fróðleik um „góð“ kolvetni og fituríkt fæði. Hann svarar líka algengum spurningum, gefur ráð sem virka og bendir á hugmyndir að uppskriftum.

Andreas Eenfeldt er ungur sænskur læknir, þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og tala tæpitungulaust. Afraksturinn er stórskemmtileg og rökföst metsölubók sem vakið hefur athygli víða um heim. Þetta er sannkölluð fæðubylting – viltu vera með? Vísindalega rökstudd bók, skrifuð af lækni sem hefur sjálfur reynslu af því að vinna með of þungum einstaklingum. – Fredrik Nyström, prófessor í lyflækningum