Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Netverð

Ég get það

3,990 ISK 1,990 ISK

Höfundur Louise L. Hay

Hvert orð sem við hugsum og segjum er staðfesting. Allt okkar innra tal, allt það sem við hugsum með sjálfum okkur, er stanslaus straumur staðfestinga. Við notum þær sérhvert augnablik hvort sem við vitum af því eða ekki. Við staðfestum og sköpum okkar eigin lífsreynslu með hverri hugsun og orði.

Hér talar Louise um staðfestingar almennt en kemur síðan að sérstökum þáttum lífsins og útskýrir hvernig hægt er að bæta til dæmis heilsu, efnahag og ástalíf með því að hafa stjórn á hugsunum sínum og nota jákvæðar staðfestingar. 

Brot úr kafla 2; fyrirgefning: Fyrirgefning er snúin og ekki auðskilið atriði í augum margra, en mundu að það er annað að fyrirgefa og að samþykkja. Það að fyrirgefa einhverjum er ekki það að samþykkja gerðir hans. Fyrirgefning á sér stað í þínum eigin huga og kemur í raun hinni persónunni ekkert við. Raunin á sannri fyrirgefningu liggur í því að frelsa sjálfan sig frá kvöl og sárindum.

Louise L. Hay er einn vinsælasti fyrirlesari og lífsráðgjafi í Bandaríkjunum Hún hefur gefið út fjölda bóka og tvær þeirra hafa verið þýddar á íslensku; metsölubókin Hjálpaðu sjálfum þér og Sjálfstyrking kvenna. Louise L. Hay hefur hjálpað fólki um allan heim að bæta lífsgildi sín og viðhorf með því að nota mátt jákvæðra staðfestinga.

Bækur hennar hafa verið þýddar á 29 tungumál í 35 löndum um allan heim. Engin manneskja, staður eða hlutur ræður yfir hugsunum ykkar, aðeins þið gerið það – og reyndar eru þær það eina sem þið hafið vald yfir í þessum heimi. Að sama skapi hafið þið í raun enga stjórn á hugsunum annarra. Hafið ætíð í huga hve öflug hugsunin er, þið getið svo sannarlega öðlast stjórn á ykkar eigin hugsunum. Það sem þið ákveðið að hugsa um einmitt það sem lífið veitir ykkur. Ég hef kosið að hugsa hamingjuríkar þakklætishugsanir og það getið þið líka gert. – Louise L. Hay Bók og hljóðbók! Upplestur á efni bókarinnar, hljóðbók, fylgir.

Margrét Sölvadóttir þýðandi bókarinnar les.