Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Uppskriftir heilsustofnunar

0 ISK

Höfundur Halldór Steinsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Halldór Steinsson yfirmatreiðslumaður hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur tekið saman ýmsan fróðleik og tæplega 90 uppskriftir af ýmsum réttum. Bókin inniheldur meðal annars borgara og buff, grænmetisrétti, súpur, hummus, brauð og kex, sýrt grænmeti og margt fleira. Allar uppskriftir í þessari bók eru vegan.

Heilsustofnun NLFÍ hóf starfsemi árið 1955. Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, var helsti hvatamaður að stofnun Heilsustofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er fyrst og fremst að sinna sérhæfðri endurhæfingu en einnig er boðið upp á ýmis námskeið og heilsudvöl fyrir þá sem vilja koma í styttri dvöl. Áhersla er lögð á markvissa hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld. Fræðsla og fagleg ráðgjöf er stór þáttur í starfseminni og er mikil áhersla lögð á bætta lífshætti, forvanir og heilsuvernd. Kjarninn í hugmyndafræði stofnunarinnar er að efla heilbrigði, auka bæði líkamlega og andlega vellíðan og styrkja einstaklinginn í að bera ábyrgð á eigin heilsu