Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

25 gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum

3,990 ISK

Höfundur Reynir Ingibjartsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Hér er lýst 25 gönguleiðum í Borgarfirði, á Mýrum og í Dölum. Þráðurinn liggur frá Hvanneyri við Borgar­fjörð og að Ólafsdal við Gilsfjörð. Þessir staðir fóstruðu fyrstu bændaskólana á Íslandi og milli þeirra liggja margar búsældarlegar byggðir. Hinar mjúku línur Borgarfjarðardala eiga sér hliðstæður í Dölunum og ekki má gleyma strandlengjunni og innfjörðunum. Úti fyrir eru Faxaflói og Breiðafjörður. Um er að ræða hringleiðir sem margar tengjast þekktum sögustöð­um í Borgarfirði og Dölum. Haldið er niður til stranda á Mýrum, kringum Klofning í Dölum og upp til heiða og dala. Fjölbreytnin er því mikil og náttúruperlur leynast víða. Baula gnæfir yfir eins og viti og í fjarska birtist Snæfellsjökull á björtum degi. Hann kallast á við hvítan skallann á Eiríksjökli. Kannski er ekki rétt að tala um gönguleiðir – frekar leiðalýsingar, því oft skortir merkingar og lítið er um malarborna göngustíga. En fjárgötur og troðningar liggja víða og eftir þeim hefur þjóðin gengið um aldir á misjöfnum skóm.