Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sýningagerð

3,490 ISK 2,990 ISK

Höfundur Björn G. Björnsson

Bók um hönnun og uppsetningu sýninga eftir Björn G. Björnsson, einn reyndasta sýningahönnuð landsins. Hér fer Björn yfir fjölmörg verkefni sem hann hefur unnið á undanförnum 20 árum, lýsir aðferðum og vinnubrögðum og gefur holl ráð.

Bókin skiptist í 4 kafla: Undirbúningur, Fimm lykilatriði, Hafist handa og Opnun og rekstur. Tekin eru dæmi um raunveruleg sýningarverkefni og bókin er því alfarið miðuð við íslenskar aðstæður.

Þetta er fyrsta bókin sem samin er um þessa grein hönnunar og safnastarfs hér á landi og hún mun án efa nýtast starfsmönnum safna og menningarstofnana, nemendum í hagnýtri menningarmiðlun, sagnfræði, safnafræði, þjóðfræði og hönnun auk menningarfulltrúa sveitarfélaga sem og annarra sem þurfa að fást við uppsetningu sýninga í sínu starfi.