Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hreint mataræði

3,490 ISK

Höfundur Alejandro Junger

Hér mætast vestrænar og austrænar lækningar og árangurinn er sannarlega magnaður. Hreint mataræði er aðferð sem hægt er að nota til að endurbyggja sig, jafnt líkamlega og andlega. Þessi þriggja vikna áætlun er gerð með þarfir önnum kafins fólks í huga; einföld og hagnýt afeitrun sem hentar daglegum þörfum okkar og athöfnum. Hin náttúrulega hæfni líkamans til að hreinsa sig vaknar og áhrifin láta ekki á sér standa. Girnilegar og saðsamar uppskriftir, fræðsla, hvatning og ráð. Þrjár vikur – og lífið verður enn betra.

HREINT MATARÆÐI hefur setið mánuðum saman á metsölulista New York Times, enda boðar hún lausnir sem eru viðurkenndar, bæði hjá fagfólki og þeim sem reynt hafa.

Nanna Gunnarsdóttir og Guðrún Bergmann íslenskuðu.

Ég hef prófað marga afeitrunarkúra, en Hreint mataræði er sá langbesti. Líkamleg og andleg orka óx jafnt og þétt á þeim þremur vikum sem ég fylgdi uppskriftum og leiðbeiningum bókarinnar. Það er engu líkara en kroppurinn hafi náð að endurnýja sig á þessum stutta tíma – og það besta er að ég fann aldrei til svengdar. Guðrún Bergmann, – framkvæmdastjóri, fyrirlesari og rithöfundur

Þrjár vikur á „hreinu mataræði“ Alejandros Junger, skiluðu undraverðum árangri. Mér finnst ég hrein að innan og hamingjusöm og mun léttari á mér ... Þetta er magnað. – Gwyneth Paltrow, Goop.com

Ef þú nýtir þér „hreint mataræði“ færðu fljótlega hrós fyrir skínandi húð og flottan vöxt, en það er bara byrjunin. Það sem mestu máli skiptir er að líkaminn endurheimtir eiginleika sína til að heila sig, jafnvægi kemst á insúlínið og lifrin nær að hreinsast. – Vogue.com

Ef við fylgjum „hreinu mataræði“ þurfum við ekki lengur að vera þjökuð af óheilbrigðum lifnaðarháttum nútímalífs. – Mark Hyman, M.D. höfundur The UltraMind Solution

Höfundurinn, ALEJANDRO JUNGER, lauk námi í hjartalækningum í New York og lagði eftir það stund á austrænar lækningar á Indlandi. Nánari upplýsingar um hann má finna á http://www.cleanprogram.com/