Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Aðeins 3 eftir!

Grillað

2,990 ISK

Höfundur Völundur Snær Völundarson

Hvað er skemmtilegra en að galdra fram grillveislu með vinum og vandamönnum? Nákvæmlega ekkert! Meistarakokkurinn Völundur Snær, Sigurður Gíslason og Stefán Ingi Svansson töfra hér fram einfalda, góða og girnilega grillrétti. Það er bókstaflega allt grillað; fiskur, kjöt, pítsa, ávextir, grænmeti … nefndu það! Að auki er kafli með ofurgirnilegum kryddblöndum og BBQ-sósum, svalandi drykkjum og eftirréttum sem gleðja bæði líkama og sál.

Vinsælir sjónvarpsþættir á RÚV báru sama heiti og bókin; „Grillað“. Þar sýndu þeir félagar snilldartakta og göldruðu fram hvern grillréttinn á eftir öðrum. Smelltu hér til að horfa á þættina á netinu

Brot úr bókinni Ég hef lengi gengið með í maganum hugmyndina að sjónvarpsþáttum og bók um grill og það var síðan á einhverjum símafundinum hjá okkur Sigurði Gíslasyni að ég náði að plata hann í þetta verkefni með mér og síðan fylgdi Stebbi í kjölfarið. Með tvo af bestu kokkum landsins gat þetta ekki orðið annað en skemmtilegt og í sameiningu ákváðum við að hafa þetta einfalt og grilla bara það sem okkur þykir best! … Það er fátt skemmtilegra en að hittast í góðra vina hópi, börn og foreldrar, vinir og vandamenn og galdra fram grillveislu. Ég vona innilega að uppáhaldsréttir okkar félaganna eigi eftir að falla ykkur í geð. (Völundur Snær Völundarson, úr formála.)