Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Húsráðakver frú Kitschfríðar

1,990 ISK

Höfundur Sigríður Ásta Árnadóttir

Húsráðin hennar Kitschfríðar eru svo sannarlega ekkert grín þótt umbúðirnar séu litríkar. Ráðin gagnast húsmæðrum og húsfeðrum, reyndum jafnt og óreyndum, að sumri sem vetri, í jólaundirbúningi, veisluhöldum og heimilishaldi. Glæsileg bók með húsráðum sem bjarga málunum og gera lífið skemmtilegra. Eldhúsið, þrifin, garðurinn, þvotturinn, bíllinn - Marta Stjúart hvað? Kitschfríður veit það!

Húsráðakver frú Kitschfríðar á heima á öllum betri heimilum – enda gríðarlega gagnlegt. Meðal efnis: Matargerð, bakstur, fullkomin eggjasuða, steiking, sósur, vinnuhagræðing, karlmenn þurfa kjöt. Fegrun, húð, hár, mjúkar og kvenlegar hendur, neglur, varir, sparnaðarráð, nælonsokkabuxur, heilsa, höfuðverkur. Eiginmenn, hversdagsrómantík, hrjótandi heimilisfeður. Börn, gæludýr, ferðalög, handavinna, karlmannsverk, smíðar. málningarvinna, tækni, bílar, meira og betra bensín fyrir aurinn. Þrif, gluggar, ofninn, baðherbergið, skínandi hvítt baðker, gólf. Þvottur, blettir – hagsýni, góður innkaupalisti sparar fé, sparnaðarboðorðin níu í matreiðslu, rafmagnssparnaður, fyrir barnafólkið. Jól, jólaskreytingar, jólagjafir, laumuaðhaldsráð frú Kitschfríðar, agalega góð áramótaheit.

Úr inngangi bókarinnar: Ég hef nú um árabil skrifað húsráðapistla í tímaritið Vikuna við góðan orðstír og hef á þeim tíma komist að því að agaleg fákunnátta og almennt smekkleysi er því miður orðið allsráðandi meðal íslenskra húsmæðra. Þó að greinaskrif undirritaðrar hafi vissulega lagt lóð á vogarskálarnar í menntun og uppfræðslu þessarar stéttar, dugir það skammt þegar lyfta þarf eins gasalegu grettistaki og raun ber vitni. Ekki ætla ég að leggjast í neina flókna samfélagsrýni til að skýra þessa hrikalegu afturför frá því í denn – látum einhverja agalega vel menntaða karlmenn um það, stelpur. Við þurfum að einbeita okkur að því að ná upp færni mæðra okkar og formæðra í húshaldinu og umhirðu fjölskyldunnar.

Kveðja, Kitschfríður.