Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Netverð

Reynsluslóðir lögreglumanns og íþróttakappa

4,990 ISK 2,990 ISK

Höfundur Hallgrímur Jónsson

Hallgrímur byrjaði ungur að stunda íþróttir við frumstæðar aðstæður og varð fljótt afreksmaður í kringlukasti og kúluvarpi. Hann keppti á ótal mótum heima og erlendis og setti mörg Íslandsmet þótt oft væri langt að fara og lítinn stuðning að fá. Jafnframt strangri íþróttaiðkun stundaði Hallgrímur alla tíð meira en fulla vinnu, enda hafði hann fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hann á einnig langan og viðburðaríkan feril að baki sem lögreglumaður og síðar sundlaugarstjóri á tímum þegar oft þurfti að bjarga ótrúlegustu málum með snarræði. Saga Hallgríms Jónssonar frá Laxamýri er saga hvunndagshetju og afreksmanns, eftirminnileg lýsing á samfélagi og lífsbaráttu nýliðinnar aldar.