Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Er lítið mein yfirtók líf mitt

3,490 ISK 1,990 ISK

Höfundur Lilja Sólrún Halldórsdóttir

Miðinn vill ekki í ruslið og er búinn að þvælast á borðinu í mánuð. Það er eins og einhver sé að ýta á mig og segja mér að ég skuli fara svo ég panta tíma og dríf mig af stað. Eftir nokkra daga er hringt og rödd í símanum segir: „Lilja, það þarf að endurtaka myndatökuna. Geturðu komið á morgun, best að ljúka þessu af.“ Á sólríkum haustdegi fékk Lilja Sólrún þær fréttir að hún væri með brjóstakrabbamein. Við tók þriggja ára tímabil sjúkdómsins þar sem hún upplifði slæmar aukaverkanir af lyfjameðferðinni sem þó bjargaði lífi hennar. Hér lítur hún til baka og dregur upp svipmyndir minninga um sköllótta konu; sumar eru sláandi, aðrar ljóðrænar sagðar í trúnaði og enn aðrar spaugsamar og kaldhæðnar í senn. Þetta gæti verið saga konunnar sem þú sérð daglega í búðinni, í ræktinni, á rauðu ljósi ... hvar sem er. Í formála bókarinnar segir Lilja Sólrún: Aukaverkanir hinna ýmsu krabbameinslyfja eru mjög breytilegar og fólk þolir þær misjafnlega vel eða illa. Í mínu tilfelli varð líðanin ákaflega slæm og ég hef hitt konur sem hafa svipaða reynslu. Ég á mér ósk um að frásögn mín geti stuðlað að betri skilningi á líðan og þörfum fólks sem lendir í þeim hörmungum að greinast með krabbamein og fá miklar aukaverkanir vegna meðferðar. En ég samgleðst öllum sem fá litlar og jafnvel engar aukaverkanir. Markmiðið er alltaf eitt, að sigrast á meininu.