Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Landnemarnir - kilja

990 ISK

Höfundur Vilhelm Moberg

Karl Óskar elst upp í Smálöndum í Svíþjóð um miðja 19. öld en eygir von um að komast burt úr baslinu þegar fregnir berast um sæluríkið Ameríku. Hann tekur sig upp ásamt hópi Svía og ákveður að flytja til Minnesota. Ferðin yfir hafið er gríðarlega erfið og sjúkdómar og vosbúð valda því að sífellt fækkar í hópnum.

Landnemarnir fjallar um hvað bíður Karls Óskars og sænska hópsins þegar þau komast loks til lands tækifæranna. Hungrið situr um fólkið sem hefur ferðast mánuðum saman í von um betra líf og þegar komið er á áfangastað er það litla fé sem það átti nánast upp urið. Karl Óskar og hinir landnemarnir standa frammi fyrir því að þurfa að koma sér upp heimili áður en miskunnarlaus veturinn skellur á.

Fólkið lætur ekki deigan síga, heldur gleðst yfir nýfengnu frelsi. Það heldur áfram að verða ástfangið og ganga í hjónaband og áfram fæðast börnin. Vonirnar blómstra þegar veturinn er að baki ný tækifæri blasa við. Landnemarnir er hjartnæm saga af óbilandi baráttuvilja fólks sem á ekkert nema stoltið og hefur engu að tapa nema lífinu.