Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Skáld Rósa - Heildarsafn kveðskapar
3,990 ISK
Höfundur Skáld-Rósa
Skáldskapur Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) birtist hér í fyrsta sinn í heildstæðu safni sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði og bjó til prentunar. Formála ritar Elísabet Jökulsdóttir skáld sem segir þar m.a. Skáld-Rósa er skáld því hún býr yfir umbreytingarafli, skáldlegum þrótti og skáldlegri sýn. ... hún veinar meðan hjartað springur.