Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsvæðinu

3,990 ISK

Höfundur Reynir Ingibjartsson

Hér lýsir Reynir Ingibergsson 25 gönguleiðum á hinu svokallaða Hvalfjarðarsvæði, sem teygir sig kringum Esjuna, Akrafjall og Skarðsheiði, auk undirlendisins við Hvalfjörð.

Gönguleiðirnar eru flestar hringleiðir, að jafnaði 3-6 kílómetra langar og tekur um eina til tvær klukkustundir að ganga þær. Oftast tekur ekki nema hálfa til eina klukkustund að komast á göngustað, náttúra Hvalfjarðarsvæðisins er því sannarlega við bæjarvegginn.

Höfundur bókarinnar, Reynir Ingibjartsson, hefur leitað uppi marga forvitnilega staði sem ekki eru öllum kunnir og lagt sérstaka áherslu á minjar frá tíma hersetunnar í Hvalfirði.

Stórátak í skógrækt og uppgræðslu hefur gert Hvalfjarðarsvæðið að mikilli útivistarparadís. Hinar löngu strendur Hvalfjarðar og Borgarfjarðar laða líka að fólk allan ársins hring.

Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum gönguhring, ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það sem fyrir augu ber.