Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

101 hollráð til að grennast

2,490 ISK 1,990 ISK

Höfundur Victoria Moran

Victoria Moran er höfundur metsölubókanna Fegraðu líf þitt og Láttu ljós þitt skína. Í þessari bók hjálpar hún lesendum að borða hollari mat, huga betur að eigin líkama og léttast í eitt skipti fyrir öll. Ef óskynsamlegt mataræði, ofát og aukakíló valda þér hugarangri og koma í veg fyrir að þú njótir lífsins eru hollráðin í þessari bók fyrir þig. Lærðu að sættast við sjálfa þig, síðan vigtina, spegilinn og lífið sjálft.

1. Sættu þig við sjálfa þig eins og þú ert núna Ef þú ert ekki sátt við sjálfa þig nýtur þú ekki lífsins og ef þú ert ekki fær um að njóta lífsins leitarðu annars konar fullnægju.

2. Berðu virðingu fyrir sjálfri þér Þú getur tekið upp hollari lífshætti án þess að endurfæðast sem önnur manneskja.

3. Mundu eftir andlega þættinum Ég borða öðruvísi og stunda markvissari hreyfingu en ég gerði áður en ég gæti hvorugt ef hjarta mitt og sál hefðu ekki tekið stakkaskiptum.