Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Netverð

25 gönguleiðir á Snæfellsnesi

4,150 ISK 3,990 ISK

Höfundur Reynir Ingibjartsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Í þessari fjórðu bók um náttúruna við bæjarvegginn er sagt frá 25 gönguleiðum á Snæfellsnesi, en svæðið teygir sig frá gömlu sýslumörkunum við Hítará og hringinn um Snæfellsnes, að fornum sýslumörkum við ána Skraumu milli Snæfellsness og Dala. Leiðirnar eru ýmist við ströndina eða inn til landsins og eru mjög fjölbreyttar. Að jafnaði er gengið í hring og stundum er hægt að velja um styttri eða lengri hring. Vegalengd er frá um 2 km í 10 km. Oft er sagt að Snæfellsnesið sé smækkuð mynd af Íslandi og þar megi finna flest það sem einkennir náttúru landsins. Margir telja Löngufjörur glæsilegasta reiðveg á Íslandi og kringum Snæfellsjökul er sem himinn og haf og jökull og hraun, renni saman í eina heild. Að norðanverðu eru fjöllin sem eyjar og þar er Kirkjufellið sem heima- mönnum finnst fallegasta fjall á Íslandi. Norðurströndin er mörkuð af lónum, vöðlum og fjörðum og útifyrir eru Breiðafjarðareyjar. Snæfellsnesið er líka ævintýraheimur sagna af ýmsum toga, auk þess sem þar er vettvangur margra Íslendingasagna. Það er því um að gera að flýta sér hægt; hér er sagan við hvert fótmál og fjölbreytlleiki landslagsins einstakur.

Enn á ný leiðir höfundurinn, Reynir Ingibjartsson, göngufólk á forvitnilega staði sem ekki eru öllum kunnir. Kort með fjölda örnefna fylgir hverjum gönguhring ásamt leiðarlýsingu og myndum af því sem fyrir augu ber.