Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

9 leiðir til lífsorku

1,990 ISK

Höfundur Þorbjörg Hafsteinsdóttir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Í þessari bók kynnir Þorbjörg lífsorkuhringinn en í honum felast 9 leiðir sem geta frelsað okkur úr þeim vítahring sem við stundum festumst í en þær eru: jafnvægi, orka, hreyfing, hugrekki, samhljómur, ástríða, skýrleiki, meðvitund og vakning. Saman skapa leiðirnar níu þá tíundu sem er sjálf lífsorkan en með hana í farteskinu öðlumst við betra jafnvægi, ónæmiskerfi og hormónastarf auk þess sem við lærum að hemja hugann svo við getum sinnt betur markmiðum okkar og því hvernig við viljum raunverulega nota hið dýrmæta líf sem við eigum. Allir kaflar eru byggðir upp á sama hátt; þema kaflans er rætt og í kjölfarið koma reynslusaga og könnun.

Síðan opnar Þorbjörg verkfærakistuna þar sem hún ráðleggur okkur ýmislegt í tengslum við mataræði, bætiefni, hreyfingu og hvernig við getum þjálfað hugann til meiri vellíðunar. Í lok kaflans eru svo fimm girnilegar uppskriftir sem hæfa hverri leið fyrir sig og eru bæði úr dýra- og jurtaríkinu. Þetta er bók fyrir konur sem vilja meiri vellíðan, hamingju og kraft í öllu sem þær taka sér fyrir hendur, fyrir þær sem vilja vera heilar og sælar, hér og nú, og geta horft óhræddar fram á veginn, fullar af lífsorku.

Þorbjörg er næringarþerapisti og lífsstílsráðgjafi og hefur áratugareynslu af starfi með skjólstæðingum sínum ásamt námskeiðahaldi og bókaskrifum en hún er sjálf lifandi dæmi um hvernig hægt er að sigrast á orkuleysi og ýmiss konar kvillum.

Fyrri bækur hennar, 10 ÁRUM YNGRI Á 10 VIKUM og MATUR SEM YNGIR OG EFLIR náðu gífurlegum vinsældum erlendis og hér á landi. 10 ÁRUM YNGRI Á 10 VIKUM var önnur söluhæsta bókin árið 2011 á Íslandi.