Netverð

Aðventa á fjöllum

7,990 kr 990 kr

Höfundur Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir

Í ljósmyndabókinni Aðventa á Fjöllum eftir Sigurjón Pétursson og Þóru Hrönn Njálsdóttur sækja höfundarnir innblástur til Aðventu, hinnar ódauðlegu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem byggir á ævintýrum Benedikts Sigurjónssonar, Fjalla-Bensa, á þriðja áratug síðustu aldar. Ljósmyndirnar sem prýða bókina eru afrakstur níu vetrarferða höfundanna um sögusviðið á Mývatnsöræfum. Svæðið markast í vestri af Mývatni, í austri af Grímsstöðum á Fjöllum, í norðri af Dettifossi og í suðri af Grafarlandaá. Um stóran hluta þessa svæðis fór Fjalla-Bensi í sinni frægu eftirleit árið 1925 sem varð kveikjan að Aðventu og hafði hann bækistöð í Sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöllum. Með ljósmyndum sínum hefur Sigurjóni tekist að fanga anda skáldsögu Gunnars og er hver mynd studd tilvitnun í texta Gunnars sem Sigurjón valdi. Að því loknu samdi hann tökuáætlun þar sem myndefnið var valið út frá textunum þannig að úr varð heild með vísun í söguna og hélt síðan á fjöll til myndatöku. Skáldsagan er þannig til hliðsjónar og innblásturs. Seinni hluti bókarinnar inniheldur ljósmyndir af áritunum ferðamanna (um rúmlega hundrað ára tímabil) á timburþiljum Sæluhússins við Jökulsá á Fjöllum en húsið leikur stórt hlutverk í Aðventu og eiga margir þjóðþekktir Íslendingar áritanir þar. Þóra Hrönn Njálsdóttir hefur tekið þær myndir. Í þessari gullfallegu bók er fléttað saman bókmenntaarfi, íslenskri vetrarnáttúru og heimildum um sögulegar minjar þjóðarinnar. Bókin kemur út á íslensku, ensku og þýsku. Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn eru áhugaljósmyndarar sem hafa ljósmyndað vítt og breitt um Ísland, sem og víða um heim, s.s. í Grænlandi, Alaska, Bandaríkjum, Kína, víða um Evrópur, Líbanon og Namibíu.