Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Annað tækifæri

2,690 ISK

Höfundur Eyrún Ýr Tryggvadóttir

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Árum saman hefur Melkorka reynt að gleyma fortíð sinni og þeim skuggalegu atburðum sem hröktu hana frá heimaslóðum. Hún hefur náð að byggja upp farsælan starfsferil í höfuðborginni og lítur björtum augum til framtíðar – þar til hún neyðist einn góðan veðurdag til að snúa aftur og horfast í augu við fortíðina. Á örskömmum tíma er hún umlukin vef myrkraverka og fjölskylduleyndarmála um leið og hún reynir að átta sig á tilfinningum sínum í garð fyrrverandi elskhuga síns. Setið er um líf hennar og hún getur engum treyst. Mun hún ná að leysa gátuna og finna ástina á ný áður en morðingjanum tekst ætlunarverk sitt? Annað tækifæri er létt spennusaga þar sem rómantíkin er aldrei langt undan.

Bókin er fyrsta bók höfundar og kom út 2004 í takmörkuðu upplagi. Hér kemur hún í fyrsta sinn fyrir sjónir hins almenna lesanda. Áður hafa komið út hjá Sölku eftir sama höfund bækurnar Hvar er systir mín (2008), Fimmta barnið (2009) og Ómynd (2011) sem allar voru tilnefndar til Blóðdropans, hinna íslensku glæpasagnaverðlauna.

Saga um fjölskylduleyndarmál, morð og lygar en ekki síst um ástina og önnur tækifæri.