Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Bylting – og hvað svo?

1,990 ISK

Höfundur Salka Bókaútgáfa

Bylting – og hvað svo? er nýstárleg bók um afdrifarík umskipti í íslenskri sögu. Bókin hverfist um stjórnarskiptin 1. febrúar 2009; fram koma margvíslegar nýjar upplýsingar um aðdraganda þeirra og greint er frá örlagaríkum atbuðurðum sem fylgdu í kjölfarið. Á liðnum árum hefur mikið verið fjallað um bankahrunið haustið 2008 og aðdraganda þess, en eftirmálum minni gaumur gefinn. Hér er á skilmerkilegan og beinskeyttan hátt sagt frá atburðum sem án efa hafa haft varanleg áhrif á þjóðlífið, efnahagsmálin og þjóðarsálina; greint er frá óeirðum, mótmælum, nýju hruni í kjölfar hrunsins, björgunartilraunum, einkavæðingu í skjóli nætur, svo fátt eitt sé nefnt.

Umfjöllunarefnið kemur öllum við og mun koma mörgum á óvart. Björn Jón Bragason er fæddur í Reykjavík árið 1979. Hann brautskráðist með meistarapróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2006 og lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2012. Björn Jón hefur stundað margháttuð fræðistörf undanfarinn áratug og árið 2008 kom út bók hans Hafskip í skotlínu