Netverð

Dagbók Hélène Berr 1942-1944

3,990 kr 1,990 kr

Höfundur Hélène Berr

Hélène byrjaði að skrifa dagbók árið 1942 en síðasta færslan er 15. febrúar 1944, daginn sem hún er tekin höndum, og endar á tilvitnun í Macbeth: „Ó skelfing! skelfing! skelfing!“ Þessari einstöku dagbók hefur verið líkt við „Dagbók Önnu Frank“, báðar stúlkurnar létu ífið skömmu áður en stríðinu lauk en höfðu lengi þraukað og barist við að gera það besta úr hörmulegum aðstæðum. Sögur þeirra eru þó gjörólíkar. Hélène Berr, hin 22ja ára listhneigða Parísarstúlka, hefur nýlega eignast kærasta. Ekki síst hans vegna skrásetur hún hugleiðingar sínar, þrár og væntingar og atburðina sem lýsa jöfnum höndum þjóðfélagsástandinu og sálarástandi hinnar ástföngnu og hæfileikaríku stúlku. Minnningarnar eru einstaklega vel skrifaðar, hjartnæmar og hrífandi enda hlaut bókin gríðarlega athygli þegar hún kom út í Frakklandi í janúar 2008 og þaut beint á metsölulista. Ólöf Pétursdóttir íslenskaði bókina. „Við upphaf þessarar bókar er við hæfi að þegja, hlýða á raust Hélène og ganga henni við hlið. Rödd og nærvera sem fylgir okkur ævilangt.“ (Patrick Modiano (úr formála)) „Mér finnst yndislegt að hugsa til þess að ef ég verð tekin hefur Andrée varðveitt þessi blöð, eitthvað af mér, það sem er mér dýrmætast, því nú held ég ekki í neitt annað efnislegt; nú gildir að varðveita sálu sína og minningar.“ (Hélène Berr, 27. október 1943)