Netverð

Elst milli hendinga

2,699 kr 490 kr

Höfundur Þóra Jónsdóttir

Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri vakti strax athygli þegar fyrsta ljóðabók hennar, Leit að tjaldstæði, kom út 1973 – fyrir 40 árum. Síðan hefur hún sent frá sér ellefu bækur; ljóð, ljóðaþýðingar og örsögur, nú síðast á vordögum safnið Nokkur ljóð sem grunnskólanemar fengu sem viðurkenningu í Stóru upplestrarkeppninni 2013. Fyrri bækur Þóru hjá Sölku eru Landið í brjóstinu og Hversdagsgæfa. Elst milli hendinga Skartbúin hélt ég á barni í fanginu fór ekki á dansleikinn Nú hef ég elst milli hendinga Tíminn stígur tangó Barnið löngu hrifið úr örmum mér Ekki fleiri orð Allt sem þú segir verður notað gegn þér Allt sem þú segir ekki