Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Ferðalagið - styrkleikabók

4,990 ISK

Höfundur Jakob Ómarsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Ferðalagið er uppbyggileg og skemmtileg styrkleikabók fyrir börn sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér og styrkleikum sínum betur.
Ferðalagið er gagnvirk bók en það þýðir að á meðan að barnið ferðast um bókina (les hana) þá svarar það spurningum, gerir áhugaverð verkefni og safnar styrkleikakortum. Bókinni fylgja einmitt 63 styrkleikakort sérstaklega hönnuð með börn í huga. Styrkleikakortin eru svo nýtt síðar meir í styrkleikaæfingu þar sem barnið velur sér sína helstu styrkleika.
Markmið Ferðalagsins er að hjálpa foreldrum og börnum að styrkja sjálfsvitund barnsins og samkennd þess, með opinni samræðu, styrkleikakortum, heilræðum og skemmtilegum leik.
Bókin er fallega myndskreytt, skemmtileg og stútfull af fróðleik fyrir forvitna krakka.