Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fiskmarkaðurinn

2,990 ISK 999 ISK

Höfundur Hrefna Rósa Sætran

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

„Ferskt, framandi og ógleymanlegt eru einkunnarorð Hrefnu Rósu Sætran yfirkokks og eiganda Fiskmarkaðarins. Þar mætir austrið norðri, því Hrefna blandar saman á einstakan hátt asískri og íslenskri matargerð sem kitla bragðlaukana og fegurðarskyn allra sem heimsækja Fiskmarkaðinn.

Kokkinn Hrefnu Rósu Sætran þarf vart að kynna, en hún er einn eigandi Fiskmarkaðarins sem staðsettur er í Aðalstræti 12 í Reykjavík. Hún hefur vakið athygli því þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki langa afrekaskrá og hefur þroskaðan og sérhæfðan smekk. Hrefna er með eigin matreiðsluþátt á Skjá einum sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Auk þessa er hún hluti af íslenska kokkalandsliðinu sem sópaði nýverið að sér verðlaunum í Lúxemborg.

Með fyrstu bók sinni Fiskmarkaðurinn hefur Hrefna bætt enn einni rósinni í hnappagatið. Þar er að finna uppáhaldsrétti Hrefnu sem hún hefur framreitt á Fiskmarkaðnum, en hún hefur gert þá einfaldari og aðgengilegri fyrir þá sem hafa gaman af því að búa til mat og vilja kalla fram hið ógleymanlega bragð sem eldamennska hennar er þekkt fyrir.

Stórglæsilegar myndir Kristjáns Maack prýða bókina og umbrot og hönnun var í höndum Arnars Geirs Ómarssonar.

Fiskmarkaðurinn er í harðspjaldabroti, 123 síður og var prentuð hjá Prentmet Skemmtið ykkur vel og verði ykkur að góðu! The Fishmarket - ensk útgáfa af bókinni