Netverð

Focus auf Island

2,990 kr 2,290 kr

Höfundur Ari Trausti Guðmundsson

Bókin er á þýsku og er markvisst skrifuð fyrir ferðamenn og aðra áhugasama um náttúru og landslag Ísland. Rafn hefur tekið íslenskar landslagsmyndir síðan 1955 og þær prýða allt frá bæklingum, póstkortum, dagatölum og frímerkjum. Árið 1998 vann hann sér til frægðar að 32 myndir eftir hann skreyttu kaffirjóma-fernur sem dreifðar voru á flugvöllum, hótelum og veitingastöðum vítt og breitt um Evrópu. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar bæði hérlendis og erlendis og unnið til verðlauna í ljósmyndakeppnum. Ari Trausti ritar texta við allar myndirnar og reynir að þýða flest örnefni og útskýra söguleg og landfræðileg merkilegheit viðkomandi staðar. Svona ferðast þeir mátar hringinn í kringum og að afkimum Íslands og varla er til sú þúfa sem ekki er nafngreind.