Netverð

Forsetinn er horfinn

2,690 kr 1,990 kr

Höfundur Anne Holt

Þegar fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna kemur í heimsókn til Noregs í maí 2005 hefst undarleg atburðarás. Forsetinn hverfur og svo virðist sem heimsveldi Bandaríkjamanna sé ógnað og jafnframt konungdæmi Noregs á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Flokkur lögreglumanna kemur frá Bandaríkjunum til að rannsaka málið ásamt norskum starfsbræðrum sínum en þá vakna ýmsar spurningar um umsjón og yfirráðasvæði. Yngvar Stubø tekur þátt í rannsókninni sem sérstakur aðstoðarmaður Bandaríkjamanna en að þessu sinni er aðkoma Inger Johanne að málinu óhefðbundin. Málin taka sífellt óvænta stefnu og þræðirnir liggja víða, ýmis fjölskyldu- og ástamál koma við sögu auk þess sem hriktir í pólitískum stoðum víða um heim. Anne Holt er meðal virtustu glæpasagnahöfunda á Norðurlöndum og seljast bækur hennar í milljónum eintaka á fjölmörgum tungumálum. Solveig Brynja Grétarsdóttir íslenskaði. „Trójuhesturinn var kominn af stað og þeir myndu ljóstra upp leyndarmálinu og leggja hana í rúst.“ Sjálfstætt framhald bókanna Það sem mér ber og Það sem aldrei gerist Smelltu á linkinn hér að neðan til að nálgast sýnishorn úr bókinnii Forsetinn_er_horfinn_synissidur