Netverð

Garður guðsmóður - munkaríkð Aþos, elsta lýðveldi í heimi

3,790 kr 2,990 kr

Höfundur Sigurður A. Magnússon

Frá Aþosfjalli teygir sig í norður 60 kílómetra langur skagi og eftir honum endilöngum rís samfelldur fjallgarður. Í snarbröttum hlíðum hans og dalverpum standa á víð og dreif umfangsmikil klaustur sem minna á rammgera miðaldakastala og einsetumannakofar sem mynda lítil þorp eða hanga utan í fjallshlíðunum. Á 13du öld voru klaustrin 200 talsins, en ekki nema 20 í lok 14du aldar. Hefur sú tala haldist óbreytt fram á þennan dag. Fjöldi munka hefur verið breytilegur, til að mynda voru þeir 7.432 árið 1903, en eru nú innan við 2000. Aþos var skráð númer 179 á heimsminjaskrá UNESCO árið 1988. Áður fyrr gátu gestir dvalist á Aþos sér að kostnaðarlausu eins lengi og þá lysti, en nú eru dvalarleyfi einungis veitt til fjögurra daga – og eins og gefur að skilja er aðeins tekið á móti karlmönnum. Sigurður A. Magnússon er mikilvirkur rithöfundur, skáld og fræðimaður. Hann er einnig þekktur fyrir ferðabækur og leiðsögn um framandi slóðir, einkum eru Grikklandsferðir hans rómaðar. Hann hefur tvívegis sótt heim munkríkið Aþos, í seinna skiptið vorið 2006 ásamt tveimur félögum sínum. Hér segir hann sögu þess og lýsir ferðalögunum á þessar ævintýraslóðir þar sem tíminn stendur í stað.