Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hollráð Hugos – Hlustum á börnin okkar

3,490 ISK

Höfundur Hugo Þórisson

„Komdu, ég þarf að hlusta á þig.“ Þessi áhrifaríka en einfalda setning er lýsandi fyrir Bókina Hollráð Hugos – Hlustum á börnin okkar. Enda finnst höfundi að foreldrar mættu nota það óspart í gegnum súrt og sætt. Sálfræðingurinn Hugo Þórisson er mörgum að góðu kunnur. Hann hefur starfað að bættum samskiptum barna og foreldra í yfir 30 ár og hjálpað ótal fjölskyldum. Í bókinni deilir hann með okkur reynslu sinni og útskýrir á einlægan og líflegan hátt hugmyndir sínar um uppeldi. Hollráð Hugos eru þörf og áhugaverð lesning sem hjálpar foreldrum að gera samskipti við börn sín bæði uppbyggilegri og skemmtilegri. Teikningar gerði Karl Jóhann Jónsson.

„Ekkert getur verið okkur mikilvægara en að styðja börnin okkar til þroska og færni til að verða góðir og nýtir þjóðfélagsþegnar. Lífshamingja þeirra veltur á því. Hér er bók sem vísar okkur veginn til þess uppeldis sem kemur þeim best og þau munu í framtíð meta sem dýrmætt veganesti.“

Vigdís Finnbogadóttir

„Gott uppeldi er að rata hinn gullna meðalveg, hvorki of né van. Það getur verið flókið. Hugo tekst vel til við að hjálpa lesandanum að rata meðalveginn á skýran og einfaldan hátt.“

Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara