Kaupmannahöfn - ekki bara Strikið, 10 gönguleiðir um borgina
3,490 ISK 1,990 ISK
Höfundur Guðlaugur Arason
Í bókinni er lýst tíu skemmtilegum gönguleiðum um borgina við sundið. Hverri gönguleið fylgir kort sem lýsir leiðinni og inn á þau eru merktir áhugaverðir viðkomustaðir.
Guðlaugur Arason er þekktur fyrir einstaka frásagnargáfu og stórkostleg tök á íslenskri tungu. Hér lýsir Guðlaugur tíu gönguleiðum um borgina, útskýrir heiti gatna, lýsir staðháttum, sögulegum byggingum og minnist á þekkta einstaklinga sem tengjast þeim. Hverri gönguleið fylgir kort sem lýsir leiðinni og inn á þau eru merktir spennandi viðkomustaðir.
Í lok bókar eru bráðskemmtilegar frásagnir um merkisstaði á gönguleiðunum, forvitnilega atburði og fólk sem hefur sett svip á bæjarlífið, ekki síst Íslendinga sem hafa búið í Höfn.
Þessari nýju bók er létt og þægilegt að stinga í vasa eða bakpoka og auðvelt að fylgja leiðbeiningum á kortunum.