Kraftmiklar kynningar og framkoma
13,900 ISK
Höfundur Björn Berg Gunnarsson og Edda Hermannsdóttir
Kraftmiklar kynningar og framkoma
Á námskeiðinu Kraftmiklar kynningar og framkoma verður farið yfir aðferðir til þess að efla framkomu í ræðu og riti ásamt því að fara yfir reynslusögur. Námskeiðið hentar fyrir alla sem þurfa að halda kynningar eða koma fram, hvort sem það er í minni hópum eða á vettvangi fjölmiðla. Björn Berg Gunnarsson og Edda Hermannsdóttir hafa haldið vinsæl námskeið um bæði framkomu og fjármál og gefið út bækur um sama viðfangsefni.
Námskeiðið verður haldið 19. september kl. 17-19 í húsnæði Sölku á Hverfisgötu 89-93. Námskeiðskostnaður er 13.900 og niðurgreiða flest stéttarfélög námskeiðið. Boðið verður upp á léttar veitingar. Skráning hér.
Meðal þess sem verður fjallað um á námskeiðinu:
- Greinaskrif
- Glærugerð
- Ræðuskrif
- Undirbúa og flytja kynningu
- Sjónvarpsviðtöl
- Útvarpsviðtöl
- Blaðaviðtöl
- Fundarstjórnun
- Panelumræður
Björn Berg Gunnarsson er fjármálaráðgjafi og fyrirlesari. Hann er reglulegur pistlahöfundur og eftirsóttur álitsgjafi í fjölmiðlum. Björn er höfundur bókarinnar Peningar og hefur langa reynslu af kennslu og þjálfun í framkomu, fyrirlestrum og skrifum.
Edda Hermannsdóttir er markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka og hagfræðingur að mennt. Edda hefur gefið út bækurnar Framkomu og Forystuþjóð ásamt því að hafa haldið vinsæl námskeið um framkomu. Edda er vön því að halda kynningar og koma fram í fjölmiðlum en hún starfaði áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og spyrill í Gettu betur.