Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Lífið í lit

3,692 ISK

Höfundur Dagny Thurmann-Moe

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Hvað eru litir, hvers vegna þörfnumst við þeirra og hvernig notum við þá? Litir hafa djúpstæð áhrif á okkur mannfólkið. Litir geta veitt öryggi, glatt okkur og róað en einnig valdið streitu og óöryggi. Hvítt er til dæmis notað á veggi flestra stofnana og skóla en rannsóknar hafa sýnt að hvítur litur eykur streitu, dregur úr einbeitingu og veldur höfuðverk.

Í þessari bók ræðst litasérfræðingurinn Dagny Thurmann-Moe til atlögu við sífellt grárri tilveru okkar. Hún sýnir hvernig samfélagið, sem áður var litríkt og örvandi, hefur smám saman orðið litaleysinu að bráð og bendir á leiðir til að græða það lit að nýju.

Dagny fjallar um litafræði og skoðar litanotkun á byggingum og opinberum stofnunum. Einnig kemur hún með dæmi um hvernig hægt er að nota liti inni á heimilinu og í klæðnaði og útskýrir hvers vegna litir eiga alltaf við, óháð stíl og tískustraumum.

Þýðandi: Guðrún Lára Pétursdóttir