Litla skólahúsið

2,990 ISK

Höfundur Jim Heynen

Hann hætti að japla á vindlinum og lagði hann frá sér við hliðina á lampanum. Hann logaði þarna á brunablettinum þar sem hann hafði lagt aðra vindla áður. Hann tók egg upp úr fötunni og þurrkaði blett af því með röku uppþvottastykki. Síðan fór hann að segja frá. Drengirnir sátu í jaðri glætunnar frá lampanum og mændu upp á hann. Þannig hefst ein af hinum kostulegu og listavel skrifuðu sögum bandaríska rithöfundarins Jim Heynen. Sögurnar, sem flestar eru örstuttar, gerast í sveitahéruðum Iowa og greina frá lífi drengjanna á akuryrkjubýlunum á sléttunni og óvæntum uppátækjum þeirra. Samt eru þær ekki „drengjasögur“ í vengjulegum skilningi - þær spanna víðara svið en sýnist í fyrstu. Jim Heynen hefur sent frá sér smásagnasöfn og einnig nokkrar ljóðabækur. Sögur hans njóta vinsælda vestanhafs og sumarið 1994 kom hann til Íslands og las upp úr verkum sínum fyrir íslenska áheyrendur. Litla skólahúsið er bók sem hvorki ungir né aldnir ættu að láta framhjá sér fara. Gyrðir Elíasson valdi sögurnar og íslenskaði.