Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Loðmar

2,990 ISK 1,990 ISK

Höfundur Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir

Loðmar er nokkuð sérstakur náungi sem býr á opnu eitt. Hingað til hefur hann ekki hætt sér yfir á næstu opnur en honum vex ásmegin þegar lesandi opnar bókina og er til í að kanna hana með honum. Á hverri opnu hittir Loðmar nýja bókbúa; þar á meðal má nefna Lúpa, hjárænulega sundlaugarvörðinn, mannvitsbrekkuna Gnótt og síðast en ekki síst Gímaldið ógurlega.

Bókina prýðir orðagnótt ásamt bráðskemmtilegum myndskreytingum og hönnun. Hér er lögð rækt við íslenska tungu á nýstárlegan og spennandi hátt.

Bókin er innbundin, 34 bls. að lengd og unnin í Prentmeti. Katla Rós Völudóttir og Ragnar Már Nikulásson sáu um grafíska uppsetningu og umbrot.