Netverð

Lopaljóð í sauðalitunum

2,490 kr 990 kr

Höfundur Unnur Sólrún Bragadóttir

Þetta er tíunda ljóðabók Unnar Sólrúnar Bragadóttur. Lopaljóð í sauðalitunum Nú ætla ég að prjóna peysu handa þér úr perlum orðaforðans, hún verður gjöf frá mér. Er þú henni klæðist, kærleik þig umvefur, kveðjurnar frá mér allar í sér hefur. Hún gætir þess einnig þér aldrei verði kalt þú yl hennar skynjar í frosti þúsundfalt, í sérhverja lykkju af samvisku vef sætustu ljóðin mín og öll þér gef.