Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Máttur athyglinnar

4,490 ISK 2,990 ISK

Höfundur Guðni Gunnarsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Hvað er athygli? Hvað er ást? Hvernig verður kraftaverk til? Í bókinni beinir Guðni sjónum sínum að því hversu einfalt er að gera breytingar á lífi sínu og tilvist. Á innihaldsríkan en skýran hátt leiðir hann lesandann í gegnum sjö vikna verkefnavinnu sem breytir lífi allra sem henni fylgja. Bókin er notuð sem verkefnabók á námskeiðum Guðna, en hana getur hver sem er þó lesið og unnið upp á eigin spýtur. Máttur athyglinnar er sjálfstætt framhald bókarinnar Máttur viljans sem kom út árið 2011 við góðar undirtektir. Guðni hefur mikla reynslu af hug- og heilsurækt eftir að hafa starfað sem lífsráðgjafi í rúmlega 20 ár. Hann er meðal annars fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi og stofnandi og upphafsmaður GlóMotion og Rope Yoga hugmyndafræðinnar, sem nýtur vaxandi vinsælda bæði hérlendis og vestanhafs. Guðni Gunnarsson er einstaklega kraftmikill lífsspekingur sem hefur mikil áhrif á þá sem hann umgengst.