Netverð

Með stein í skónum

1,490 kr 990 kr

Höfundur Ari Kr. Sæmundsen

Ari er í karllegg kominn af verslunarmönnum langt aftur í ættir og var kallaður menntaðasti heildsali landsins í Nýju lífi. Í bókinni er sannast að undir dagfarsprúðu yfirborði verslunarmannsins kraumar ærlegur sögumaður sem hefur það markmið eitt að skemmta og stytta mönnum stundir. Þetta er ódýr bók, í handhægu broti og því tilvalið að kippa henni með í útileguna og sumarbústaðinn, eða bara lesa hana heima í sófa. Einn megin tilgangur útgáfunnar er að stytta mönnum stundir og létta þeim lífið í kreppunni. „Ég vann eitt sinn með Húnvetningi sem hafði gaman af því að segja sögur og endaði hverja frásögn með orðunum: „Ekki veit ég hvort þessi saga er sönn, en hún er góð. Megininntakið var menn og atburðir og skemmtanagildið í fyrirrúmi, án þess að gamanið væri rætið eða meiðandi. Annan Húnvetning þekki ég sem endar gjarnan frásagnir sínar svona: „Ég get svo guðsvarið það. Þá vita áheyrendur að viðkomandi er að ýkja stórlega. - Ari Kr. Sæmundsen, úr formála.