Netverð

Mitt eigið harmagedón

3,490 kr 2,990 kr

Höfundur Anna Heiða Pálsdóttir

Dagbjört Elísabet er að verða sextán ára og hefur fengið sumarvinnu á leikskóla þegar líf hennar tekur stakkaskiptum. Hún er alin upp í samfélagi votta Jehóva en þetta sumar kynnist hún nýjum vinum og heillandi valkostum sem verða til þess að vekja spurningar um þá trú og lífsstíl sem hún hefur treyst á alla tíð. Um haustið þegar Dagbjört byrjar í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, er hún breytt manneskja og tekst á við námið með nýjum styrk. Einstök og einlæg saga þar sem tveir ólíkir heimar takast á. Fyrsta barnabók Önnu Heiðu Pálsdóttur, Galdrastafir og græn augu, kom út árið 1997. Hún þýddi þríleik Philips Pullman, Gyllta áttavitann (2000), Lúmska hnífinn (2001) og Skuggasjónaukann (2002) á íslensku auk Gallabuxnaklúbbsins eftir Ann Brashares (2003). Hún hefur um árabil kennt ritlist við Háskóla Íslands og Endurmenntun HÍ, auk fjölda námskeiða í bókmenntum og bókmenntafræði við HÍ. Anna er fædd 1956 og hefur doktorsgráðu í barnabókmenntum frá Coventry University á Englandi (2002). Smelltu til að lesa dóm um bókina á síðu Druslubóka og doðranta