Netverð

Nóttin og alveran

2,490 kr 990 kr

Höfundur Pjetur Hafstein Lárusson

„Málið snýst þá augljóslega ekki um mig, þegar öllu er á botninn hvolft, heldur um manninn í næsta húsi“. Lífslánið er hverfult; tímaskynið svikult þótt sláttur hinnar dimmhljóma klukku drynji með reglulegu millibili, ástinni skyldi enginn treysta - jafnvel ofurást getur umsnúist í skefjalaust hatur, og ekki er allt sem sýnist þótt sjónin virðist í góðu lagi. Í þessum beittu sögum getur hver og einn þekkt sitthvað í sjálfum sér - hversdagsleikann í einhverri mynd og óvænt eða stundum ógnvekjandi atvik sem krydda hann sérhvern dag. Pjetur Hafstein Lárusson er kunnur af ljóðagerð og þýðingum, hér sýnir hann á sér nýja hlið í hinu knappa formi smásögunnar og kemur lesendanum oftar en ekki á óvart.