Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Nýtt land - kilja

2,690 ISK 1,990 ISK

Höfundur Vilhelm Moberg

Nýtt land er þriðja bókin um Karl Óskar og Kristínu sem gerast landnemar í Ameríku ásamt fjölda Svía og annarra Evrópubúa á 19. öld. Lífsbaráttan er hörð og margt sem þarf að læra í nýju landi til að koma undir sig fótunum. Annars konar lífríki og náttúrufar kallar á breytt verklag og þótt jörðin sé frjósöm taka þurrkar og vindar sinn toll. Karl Óskar og Kristín voru fyrstu landnemarnir sem settust að á yfirráðasvæði Chippewa-indíána við Ki-Chi-Saga vatn. Nú er orðið fullbyggt umhverfis það og allt breytt, meira að segja vatnið hefur fengið nýtt nafn og kallast nú Sweedes Lake, eða Svíavatn. Eyðilandið hefur tekið á sig mynd hins nýja tíma með háreistum húsum og bleikum ökrum þar sem kornið bylgjast í golunni. Þegar Karl Óskar og Kristín staldra við og líta til baka finnst þeim þúsundir daga renna saman í einn langan dag af þrotlausu erfiði. En með stolti horfa þau á akrana, túnin og glæsilegt býlið sem þau hafa reist. Vinnan var jafn erfið í nýja landinu og í því gamla, en munurinn finnst þeim sá að í Ameríku skilaði erfiðið árangri. Af þeirri ástæðu höfðu þau skipt um fósturland og barnahópurinn þeirra efnilegi mun eiga bjarta framtíð í nýja landinu. Þetta er þriðji og næst síðasti hluti hins heimsfræga verks Vilhelms Moberg. Magnús Ásmundsson íslenskaði. Smelltu hér til að lesa brot úr bókinni...