Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt
Óðhalaringla
4,690 ISK
Höfundur Þórarinn Eldjárn, Sigrún Eldjárn, myndir
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Óðahalaringla er skrýtin og skemmtileg furðuskepna sem lítur dagsins ljós þegar saman koma þrjár kostulegar kvæðabækur Þórarins Eldjárn með frábærum myndskreytingum Sigrúnar systur hans: Óðfluga, Heimskringla og Halastjarna.
Í Óðhalaringlu eru svo sannarlega höfð endaskipti á tilverunni og eitt og annað verður óðhalaringlað svo um munar; bílar verða sófasett á hjólum, brunahani er á strigaskóm og beljur svífa á svelli í skautadansi svo eitthvað sé nefnt.
Óðhalaringla er kvæðabók sem allir unnendur frumlegrar og skemmtilegrar ljóðagerðar munu gleðjast yfir.