Netverð

Slitur úr orðabók fugla

2,490 kr 990 kr

Höfundur Guðrún Hannesdóttir

Í þessari bók tengir Guðrún öll ljóðin fuglum á undirfurðulegan hátt og speglar þá frá óvæntum sjónarhornum. Höfundur hefur fengið afar jákvæðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda í gegnum tíðina. Árið 2007 hlaut Guðrún Ljóðstaf Jóns úr Vör og sama ár sendi hún frá sér sína fyrstu ljóðabók, Fléttur sem hlaut glæsilega dóma. Staðir kom út 2010 og Teikn árið 2012. Áður var Guðrún kunn fyrir barnabækur sínar sem hún myndskreytti sjálf. Tilfinningin í ljóðum hennar er ávallt skörp, stundum alvöruþrungin en þó oftar kímin.Vísun í þjóðsögur og annan íslenskan menningararf er einnig áberandi í verkum Guðrúnar.