Netverð

Stöðvið brúðkaupið!

2,690 kr 490 kr

Höfundur Stephanie Bond

Skilnaðarlögfræðingurinn Annabelle Coakley verður miður sín þegar móðir hennar tilkynnir að hún ætli að giftast gamalli, útbrunninni kvikmyndastjörnu sem á ótal misheppnuð hjónabönd að baki. Annabelle pakkar í skyndi og stekkur upp í næstu vél, staðráðin í að bjarga mömmu sinni frá alræmdum flagara og stöðva brúðkaupið! Á sama tíma verður fjármálafrömuðurinn Clay Castleberry, sonur brúðgumans, ólmur af reiði þegar hann fréttir að faðir hans sé trúlofaður í enn eitt skiptið. Clay frestar öllum sínum viðskiptum og fer í skyndi til föður síns í þeim tilgangi að afhjúpa nýjasta gullgrafarann og afstýra giftingunni. Þótt Annabelle og Clay séu sammála um að ráðahagur foreldra þeirra sé fásinna og vilji ekkert frekar en stía þeim í sundur, eiga þau erfitt með að vinna saman að því markmiði, enda skapast mikil spenna á milli þeirra. Þrátt fyrir gagnkvæma andúð og vantraust laðast þau hvort að öðru á óviðráðanlegan hátt. En mun þeim takast að stöðva brúðkaup foreldra sinna? Jón H. Karlsson íslenskaði. Ævintýraleg metsala! Þessi glænýja bók hefur þegar selst í yfir 200.000 eintökum.