Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Súkkulaði til styrktar Rauða krossins

1,000 ISK

Höfundur Rauði krossinn

Bættu gleði í jólapakkann! Með kaupum á þessu súkkulaði styrkir þú verkefni Rauða krossins í Reykjavík.

Rauði krossinn í Reykjavík sinnir ötulu mannúðarstarfi í borginni en á meðal verkefna má nefna Frú Ragnheiði – skaðaminnkun, verkefni sem nær til jaðarsettra einstaklinga, húsnæðislausra og þeirra sem nota vímuefni um æð. Rauði krossinn í Reykjavík sinnir einnig rekstri Konukots sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og Vin sem er athvarf fyrir einstaklinga með geðraskanir.

Innflytjenda og flóttamanna teymið okkar heldur úti Opnu húsi þar sem fólki gefst kostur á að koma og fá aðstoð við að fóta sig á Íslandi, við gerð ferilskráa, húsnæðisleit og fleira. Auk þessa er Krakkanám námsaðstoðarverkefni en markmið þess er að öll börn á Íslandi, óháð uppruna, njóti jafnra tækifæra til aðstoðar við nám.